Höfundaréttur – Netið sem heimild
Tekið saman af Jóni Ingvari Kjaran, sjá heimild neðst á síðu.
Um höfundarétt
Höfundarétt má skilgreina sem lögvarin réttindi þess sem skapar eitthvað, hvort sem um er að ræða bókmenntaverk, listaverk eða annað hug- eða handverk. Lög um höfundarétt veita höfundi umráðarétt yfir sköpunarverki sínu. Það þýðir að engin má breyta verkinu, afrita það, ljósrita eða hagnast á því nema með samþykki höfundar eða ættingja hans. Skipta má höfundarétti í tvennt: annars vegar sæmdarréttur og hins vegar útgáfuréttur. Útgáfuréttur veitir t.d. forlagi, fyrirtæki eða öðrum rétt til að dreifa eða gefa út tiltekið efni. Flestir höfundar gefa út sínar bækur hjá tilteknum forlögum. Sæmdarréttur snýr aftur á móti einungis að höfundinum sjálfum og er ekki framseljanlegur heldur er hann varanlegur réttur höfundar. Hann snýst um að höfundurinn njóti viðurkenningar fyrir verk sitt og að ekki megi breyta verki höfundar eða stela því á einn eða annan hátt.
Fyrstu höfundarlögin komu fram á Englandi á fyrri hluta 18. aldar og var það fyrir tilstuðlan listamannsins Williams Hogarths. Honum gramdist hversu algengt það var að myndirnar hans væru afritaðar og vildi reyna að koma í veg fyrir það. Sjá nánar um það á vefsíðu Breska þjóðarsafnsins um William Hogarth.[1]
Í dag er höfundarréttur virtur nær alls staðar í heiminum. Í sumum ríkjum, til dæmis í Kína og víða í Asíu, virðist þó vera meira umburðarlyndi gagnvart þeim sem brjóta reglur um höfundarrétt. Þar hafa fyrirtæki og aðilar komist upp með að brjóta þær reglur og framleitt eftirlíkingar á vörum sem njóta verndar alþjóðlega laga um höfundarétt. Má hér nefna ýmiss konar afritanir á tónlist, eftirlíkingar á tískuvarningi og jafnvel raftækjavörum.
Alþjóðlega merkið © er tákn fyrir höfundarétt og stendur fyrir enska heitið copyright. Merkið er oftast fyrir framan nafn höfundar á innanverðri bókarkápu, ef um bók er að ræða, ásamt ártali fyrstu útgáfu af verki hans. Samkvæmt íslenskum lögum um höfundarétt gildir hann í 70 ár eftir að höfundur verks hefur látist. Höfundaréttur erfist til lögerfingja en fellur niður að 70 árum liðnum frá andláti höfundar. Þá má í raun gefa út verk höfundar án hans leyfis og ekki þarf að greiða fyrir afnot af verkinu. Það má því gefa út, annaðhvort á hljóði, á prenti eða á stafrænu formi, verk íslenskra höfunda sem hafa verið látnir þetta lengi.
Vefsíðan hlusta.is[2] hefur sérhæft sig í þessu og hefur fengið lesnar inn skáldsögur og verk eftir látna íslenska höfunda. Notendur geta svo gerst áskrifendur að síðunni Lög um höfundarétt er að finna á heimsíðu Alþingis[3]. Ennfremur er vert að skoða eftirfarandi síður hagsmunaaðila höfundarétthafa. Á vefsíðum þeirra eru upplýsingar um höfundarétt:
Höfundaréttur á netinu
Allt efni sem hægt að finna á netinu fellur undir lög um höfundarétt. Ekki er leyfilegt að hlaða niður efni og setja það á eigin vef og/eða aðrar vefsíður án þess að fá leyfi frá höfundi efnisins. Þetta gildir einnig um allt myndefni á netinu. Strangt til tekið má ekki nota myndir af netinu í ritgerðir eða annað kynningarefni nema fá til þess leyfi frá höfundi. Sama gildir um hvers kyns niðurhal á tónlist eða kvikmyndum. Umdeilt er meðal lögfræðinga hvort niðurhal sem slíkt varði við lög og sé þar með hægt að refsa fyrir þess háttar hegðun. Eiríkur Tómasson, lögfræðingur, telur að ekki sé ólöglegt að hala niður efni, einungis sé það brot á lögum að hala upp efni, þ.e. efni sem ekki er í þinni eigu.
Hins vegar eru sum skráaskiptaforrit þess eðlis að um leið og einhverju er halað niður þarf í mörgum tilvikum að opna aðgang að eigin tölvu og setja eitthvað í staðinn inn á netið. Þar með eru brotin höfundaréttarlög að mati Eiríks Tómassonar, lögfræðings (sjá frekari umfjöllun á mbl.is frá 2006[4]).
En þó ekki séu brotin lög með niðurhali af ólöglegu efni af netinu þá telst slíkt vera siðferðilega rangt (sjá netheilræðin á góðar netvenjur). En hvað er þá til ráða, til dæmis ef nota þarf myndir eða annað efni af netinu í ritgerðir eða kynningarefni? Þá er einfaldlega hægt að leita í gagnabankann hjá Wikimedia Commons[5] en það er sameiginlegur gagnabanki yfir myndir og ýmiss konar margmiðlunarefni. Þessi gagnagrunnur er hugsaður fyrir Wikipedia-alfræðiritin og allt efnið geymt þar á einum stað. Á Commons er hægt að finna myndir, hljóðskrár og myndskeið til að nota t.d. í námsefni, kynningar eða stuttmyndir.
Eins og minnst hefur verið á er niðurhal lagalega séð á gráu svæði en siðferðilega er það siðlaust. Þar að auki getur niðurhal og þær síður sem bjóða upp á þess háttar „þjónustu“ haft slæm áhrif á tölvuna og þau gögn sem þar er að finna.
Takmörkun á höfundarétti er t.d.:
Til viðbótar við það sem rætt hefur verið hér að framan, þ.e. um höfundarétt, bæði á netinu og annars, er oft talað um hugverka- og auðkennarétt. Sá réttur skiptist vanalega í eftirfarandi:
Frekara lesefni um höfundarétt:
William Hogarth: http://www.nationalgallery.org.uk/artists/william-hogarth
Hönnunarmiðstöðin. Umfjöllun um höfundarrétt og hönnun: http://www.honnunarmidstod.is/files/BirgirJoakims-MBA-h%C3%B6nnunarv_423655223.pdf
Notkun ljósmynda: Magnús Viðar Skúlason. „Hvaða lög gilda um notkun mynda (ljósmynda/listaverka) þegar 70 ár eru liðin frá láti listamanns?“. Vísindavefurinn 2005. http://www.visindavefur.is/svar.php?id=5368
Á Wikibooks: Höfundaréttur og Internetið
http://is.wikibooks.org/wiki/H%C3%B6fundarr%C3%A9ttur_og_Interneti%C3%B0
Greinin „Hvað er ritstuldur?“ er á Vísindavef Háskóla Íslands (http://www.visindavefur.hi.is). Greinin er frá 23. júlí, 2005.
Netið sem heimild – Áreiðanleiki vefsíðna[9]
Mikið magn af upplýsingum er aðgengilegt á netinu, sumt gott og annað miður slæmt. Til að vera fær um að leita að efni á netinu þarf að vera nokkuð fær í leitartækninni og geta metið vefsíður og upplýsingagildi þeirra. Þegar meta á áreiðanleika vefsíðna, þ.e. hvort treysta má þeim upplýsingum sem þar koma fram, skal taka sérstaklega tillit til eftirfarandi atriða en þau hafa mikið vægi:
Heimildir og tilvitnanir/tilvísanir
Megintilgangur skráningar heimilda er að lesendur geti á auðveldan hátt séð hvaðan upplýsingar eru teknar og ekki síður til að koma í veg fyrir ritstuld. Vísanir í heimildir geta verið með ýmsu móti en gerður er munur á tilvitnunum og tilvísunum.
Tilvitnun má kalla þegar texti heimildarinnar er tekinn upp efnislega. Þar er gerður munur á beinum og orðréttum tilvitnunum. Bein tilvitnun er þegar tekinn er upp hluti úr heimild orðréttur og stafréttur. Stuttar tilvitnanir eru hafðar innan gæsalappa en séu þær langar (s.s. meira en 1–2 setningar/40 orð) eru þær inndregnar, með smærra letri og jafnvel minna línubili. Oftast þykir þó betra að endursegja efnið með eigin orðalagi og geta þess í neðanmálsgrein eða innan sviga hvaðan upprunalega efnið sem verið er að vísa í er að finna.
Tilvísun er hins vegar þegar vísað er í tiltekna heimild til stuðnings, hliðsjónar, andmæla o.s.frv. en textinn ekki notaður beint.
Í stórum dráttum gilda sömu reglur um skráningu heimilda af netinu og um aðrar heimildir. Algengt er að höfundur upplýsinga á netinu sé ekki tilgreindur. Ef hann er ekki tilgreindur á síðunni eru upplýsingarnar meðhöndlaðar eins og efni án höfundarnafns, þ.e. efnið er skráð á titil. Nauðsynlegt er að birta nákvæma slóð heimildar á netinu, dagsetningu útgáfu og hvenær efnið er sótt.
Heimildum í heimildaskrá er raðað eftir nafni höfunda og í stafrófsröð. Ef sama höfundar er getið oftar en einu sinni þá ræður útgáfuár verks og eldri heimild sett á undan þeim yngri.
[1] Sjá á: http://www.nationalgallery.org.uk/artists/william-hogarth
[2] Sjá á: http://hlusta.is/
[3] Sjá á: http://www.althingi.is/lagas/nuna/1972073.html
[4] Eiríkur Tómasson á mbl.is: http://www.mbl.is/mm/ frettir/serefni/skraarskipti_2006/nidurhal.html.
[5] Wikimedia Commons: http://commons.wikimedia.org/wiki/Main_Page
[6] Höfundalög, 1972: http://www.althingi.is/lagas/nuna/1972073.html
[7] Einkaleyfastofa: http://www.els.is/einkaleyfi/almennt/
[8] Vörumerki – Lagasafn Alþingis: http://www.althingi.is/lagas/121a/1968047.html
[9] Punktar úr grein Þórdísar T. Þórarinsdóttur: http://upplysing.is/bokasafnid/23arg/thth99.html
Jón Ingvar Kjaran og Sólveig Friðriksdóttir. (2015). Upplýsingafræði. Upplýsinga- og menningarlæsi. (Þróað læsi).
Reykjavík: Höfundar.
Um höfundarétt
Höfundarétt má skilgreina sem lögvarin réttindi þess sem skapar eitthvað, hvort sem um er að ræða bókmenntaverk, listaverk eða annað hug- eða handverk. Lög um höfundarétt veita höfundi umráðarétt yfir sköpunarverki sínu. Það þýðir að engin má breyta verkinu, afrita það, ljósrita eða hagnast á því nema með samþykki höfundar eða ættingja hans. Skipta má höfundarétti í tvennt: annars vegar sæmdarréttur og hins vegar útgáfuréttur. Útgáfuréttur veitir t.d. forlagi, fyrirtæki eða öðrum rétt til að dreifa eða gefa út tiltekið efni. Flestir höfundar gefa út sínar bækur hjá tilteknum forlögum. Sæmdarréttur snýr aftur á móti einungis að höfundinum sjálfum og er ekki framseljanlegur heldur er hann varanlegur réttur höfundar. Hann snýst um að höfundurinn njóti viðurkenningar fyrir verk sitt og að ekki megi breyta verki höfundar eða stela því á einn eða annan hátt.
Fyrstu höfundarlögin komu fram á Englandi á fyrri hluta 18. aldar og var það fyrir tilstuðlan listamannsins Williams Hogarths. Honum gramdist hversu algengt það var að myndirnar hans væru afritaðar og vildi reyna að koma í veg fyrir það. Sjá nánar um það á vefsíðu Breska þjóðarsafnsins um William Hogarth.[1]
Í dag er höfundarréttur virtur nær alls staðar í heiminum. Í sumum ríkjum, til dæmis í Kína og víða í Asíu, virðist þó vera meira umburðarlyndi gagnvart þeim sem brjóta reglur um höfundarrétt. Þar hafa fyrirtæki og aðilar komist upp með að brjóta þær reglur og framleitt eftirlíkingar á vörum sem njóta verndar alþjóðlega laga um höfundarétt. Má hér nefna ýmiss konar afritanir á tónlist, eftirlíkingar á tískuvarningi og jafnvel raftækjavörum.
Alþjóðlega merkið © er tákn fyrir höfundarétt og stendur fyrir enska heitið copyright. Merkið er oftast fyrir framan nafn höfundar á innanverðri bókarkápu, ef um bók er að ræða, ásamt ártali fyrstu útgáfu af verki hans. Samkvæmt íslenskum lögum um höfundarétt gildir hann í 70 ár eftir að höfundur verks hefur látist. Höfundaréttur erfist til lögerfingja en fellur niður að 70 árum liðnum frá andláti höfundar. Þá má í raun gefa út verk höfundar án hans leyfis og ekki þarf að greiða fyrir afnot af verkinu. Það má því gefa út, annaðhvort á hljóði, á prenti eða á stafrænu formi, verk íslenskra höfunda sem hafa verið látnir þetta lengi.
Vefsíðan hlusta.is[2] hefur sérhæft sig í þessu og hefur fengið lesnar inn skáldsögur og verk eftir látna íslenska höfunda. Notendur geta svo gerst áskrifendur að síðunni Lög um höfundarétt er að finna á heimsíðu Alþingis[3]. Ennfremur er vert að skoða eftirfarandi síður hagsmunaaðila höfundarétthafa. Á vefsíðum þeirra eru upplýsingar um höfundarétt:
- Fjölís (www.fjolis.is) hagmunasamtök höfundarétthafa.
- Myndstef (www.myndstef.is) gætir hagsmuna myndverkahöfunda.
- Hagþenkir (www.hagthenkir.is) gætir hagsmuna fræðirita og kennslugagnahöfunda.
- Stef (www.stef.is) gætir hagsmuna tónskálda og eigenda flutningsréttar.
- Rithöfundasamband Íslands (rsi.is/) gætir hagsmuna rithöfunda.
Höfundaréttur á netinu
Allt efni sem hægt að finna á netinu fellur undir lög um höfundarétt. Ekki er leyfilegt að hlaða niður efni og setja það á eigin vef og/eða aðrar vefsíður án þess að fá leyfi frá höfundi efnisins. Þetta gildir einnig um allt myndefni á netinu. Strangt til tekið má ekki nota myndir af netinu í ritgerðir eða annað kynningarefni nema fá til þess leyfi frá höfundi. Sama gildir um hvers kyns niðurhal á tónlist eða kvikmyndum. Umdeilt er meðal lögfræðinga hvort niðurhal sem slíkt varði við lög og sé þar með hægt að refsa fyrir þess háttar hegðun. Eiríkur Tómasson, lögfræðingur, telur að ekki sé ólöglegt að hala niður efni, einungis sé það brot á lögum að hala upp efni, þ.e. efni sem ekki er í þinni eigu.
Hins vegar eru sum skráaskiptaforrit þess eðlis að um leið og einhverju er halað niður þarf í mörgum tilvikum að opna aðgang að eigin tölvu og setja eitthvað í staðinn inn á netið. Þar með eru brotin höfundaréttarlög að mati Eiríks Tómassonar, lögfræðings (sjá frekari umfjöllun á mbl.is frá 2006[4]).
En þó ekki séu brotin lög með niðurhali af ólöglegu efni af netinu þá telst slíkt vera siðferðilega rangt (sjá netheilræðin á góðar netvenjur). En hvað er þá til ráða, til dæmis ef nota þarf myndir eða annað efni af netinu í ritgerðir eða kynningarefni? Þá er einfaldlega hægt að leita í gagnabankann hjá Wikimedia Commons[5] en það er sameiginlegur gagnabanki yfir myndir og ýmiss konar margmiðlunarefni. Þessi gagnagrunnur er hugsaður fyrir Wikipedia-alfræðiritin og allt efnið geymt þar á einum stað. Á Commons er hægt að finna myndir, hljóðskrár og myndskeið til að nota t.d. í námsefni, kynningar eða stuttmyndir.
Eins og minnst hefur verið á er niðurhal lagalega séð á gráu svæði en siðferðilega er það siðlaust. Þar að auki getur niðurhal og þær síður sem bjóða upp á þess háttar „þjónustu“ haft slæm áhrif á tölvuna og þau gögn sem þar er að finna.
Takmörkun á höfundarétti er t.d.:
- Tilvitnunarheimild „…ef hún er gerð í sambandi við kennslu, gagnrýni, vísindi almenna kynningu eða í öðrum viðurkenndum tilgangi“. 14. gr. höfundarlaganna
- Ljósritun
- Myndir af byggingum
- 21. gr. höfundarlaganna o.fl., svo sem opinber flutningur að hluta
Til viðbótar við það sem rætt hefur verið hér að framan, þ.e. um höfundarétt, bæði á netinu og annars, er oft talað um hugverka- og auðkennarétt. Sá réttur skiptist vanalega í eftirfarandi:
- Höfundaréttur: Íslensku höfundarréttarlögin eru nr. 73 og tóku þau gildi 29. maí 1972[6]. Þau veita öllum höfundum að bókmenntaverkum eða öðrum listaverkum eignarrétt á þeim og fela í sér að höfundur verks á rétt á því að ákveða hvernig verk hans er notað. Eins og fram hefur komið helst höfundaréttur þar til 70 ár eru liðin frá næstu áramótum eftir lát höfundar. Fram að þeim tíma má ekki sýna verkið eða dreifa því án leyfis höfundar og/eða erfingja hans. Höfundaréttur nær m.a. yfir samið mál í ræðu og riti, leiksviðsverk, myndlist, byggingarlist, kvikmyndir, ljósmyndalist, nytjalist og aðrar samsvarandi listgreinar á hvern hátt og í hverju formi sem verkið birtist, hljóðupptökur, texta í auglýsingum, lög og reglugerðir, stjórnvaldsfyrirmæli, dóma o.þ.h. Einstakar ræður þingmanna eru verndaðar en opinberir textar, lög, Alþingistíðindi o.fl. njóta ekki höfundaréttar.
- Einkaleyfisréttur: Hefur það að markmiði að „ … vernda tæknilega útfærslu á hugmynd, s.s. búnað og afurð en einnig aðferð eða notkun. Með einkaleyfi sem Einkaleyfastofan veitir, er hægt að vernda uppfinningar í allt að 20 ár“.[7]
- Vörumerkjaréttur: Réttur sem hefur það að markmiði að vernda tiltekin vörumerki.[8] Vörumerki gera neytendum mögulegt að greina á milli vöru og þjónustu samkeppnisaðila. Þau þjóna mikilvægu hlutverki við markaðssetningu og geta haft talsvert auglýsingagildi. Vörumerki geta verið ein verðmætasta eign fyrirtækja. Slík skráning gildir í 10 ár í senn og er hægt að endurnýja skráninguna eins oft og eigandi merkisins óskar. Hafa skal þó í huga að vörumerkjaréttur er landsbundinn og gildir því eingöngu í tilteknu landi. Hins vegar er hægt að sækja um alþjóðlega skráningu vörumerkis og er það oft gert, einkum ef fyrirtæki hefur í hyggju að nýta sér merkið utan landsteinanna.
Frekara lesefni um höfundarétt:
William Hogarth: http://www.nationalgallery.org.uk/artists/william-hogarth
Hönnunarmiðstöðin. Umfjöllun um höfundarrétt og hönnun: http://www.honnunarmidstod.is/files/BirgirJoakims-MBA-h%C3%B6nnunarv_423655223.pdf
Notkun ljósmynda: Magnús Viðar Skúlason. „Hvaða lög gilda um notkun mynda (ljósmynda/listaverka) þegar 70 ár eru liðin frá láti listamanns?“. Vísindavefurinn 2005. http://www.visindavefur.is/svar.php?id=5368
Á Wikibooks: Höfundaréttur og Internetið
http://is.wikibooks.org/wiki/H%C3%B6fundarr%C3%A9ttur_og_Interneti%C3%B0
Greinin „Hvað er ritstuldur?“ er á Vísindavef Háskóla Íslands (http://www.visindavefur.hi.is). Greinin er frá 23. júlí, 2005.
Netið sem heimild – Áreiðanleiki vefsíðna[9]
Mikið magn af upplýsingum er aðgengilegt á netinu, sumt gott og annað miður slæmt. Til að vera fær um að leita að efni á netinu þarf að vera nokkuð fær í leitartækninni og geta metið vefsíður og upplýsingagildi þeirra. Þegar meta á áreiðanleika vefsíðna, þ.e. hvort treysta má þeim upplýsingum sem þar koma fram, skal taka sérstaklega tillit til eftirfarandi atriða en þau hafa mikið vægi:
- Höfundar: Upplýsingar um menntun og starfssvið höfundar, netfang hans eða hvernig hægt er að hafa samband við hann. Ef höfundar vefsíðu er ekki getið ber að varast að treysta vefsíðunni.
- Innihald og áreiðanleiki efnis: Er umfjöllunin yfirborðskennd eða ítarleg, málefnaleg eða hlutdræg? Hefur síðan hlotið viðurkenningar?
- Útgáfa og uppfærsla efnis: Er dagsetningar getið á síðunni? Hvenær var hún síðast uppfærð? Eru tenglar á vefsíðunni virkir?
- Ábyrgðaraðili: Hver kostar síðuna? Hvar er hún staðsett á netinu? Er hún staðsett hjá fyrirtæki eða á eigin netsvæði? Nýtur sá aðili sem hýsir síðuna virðingar?
Heimildir og tilvitnanir/tilvísanir
Megintilgangur skráningar heimilda er að lesendur geti á auðveldan hátt séð hvaðan upplýsingar eru teknar og ekki síður til að koma í veg fyrir ritstuld. Vísanir í heimildir geta verið með ýmsu móti en gerður er munur á tilvitnunum og tilvísunum.
Tilvitnun má kalla þegar texti heimildarinnar er tekinn upp efnislega. Þar er gerður munur á beinum og orðréttum tilvitnunum. Bein tilvitnun er þegar tekinn er upp hluti úr heimild orðréttur og stafréttur. Stuttar tilvitnanir eru hafðar innan gæsalappa en séu þær langar (s.s. meira en 1–2 setningar/40 orð) eru þær inndregnar, með smærra letri og jafnvel minna línubili. Oftast þykir þó betra að endursegja efnið með eigin orðalagi og geta þess í neðanmálsgrein eða innan sviga hvaðan upprunalega efnið sem verið er að vísa í er að finna.
Tilvísun er hins vegar þegar vísað er í tiltekna heimild til stuðnings, hliðsjónar, andmæla o.s.frv. en textinn ekki notaður beint.
Í stórum dráttum gilda sömu reglur um skráningu heimilda af netinu og um aðrar heimildir. Algengt er að höfundur upplýsinga á netinu sé ekki tilgreindur. Ef hann er ekki tilgreindur á síðunni eru upplýsingarnar meðhöndlaðar eins og efni án höfundarnafns, þ.e. efnið er skráð á titil. Nauðsynlegt er að birta nákvæma slóð heimildar á netinu, dagsetningu útgáfu og hvenær efnið er sótt.
Heimildum í heimildaskrá er raðað eftir nafni höfunda og í stafrófsröð. Ef sama höfundar er getið oftar en einu sinni þá ræður útgáfuár verks og eldri heimild sett á undan þeim yngri.
[1] Sjá á: http://www.nationalgallery.org.uk/artists/william-hogarth
[2] Sjá á: http://hlusta.is/
[3] Sjá á: http://www.althingi.is/lagas/nuna/1972073.html
[4] Eiríkur Tómasson á mbl.is: http://www.mbl.is/mm/ frettir/serefni/skraarskipti_2006/nidurhal.html.
[5] Wikimedia Commons: http://commons.wikimedia.org/wiki/Main_Page
[6] Höfundalög, 1972: http://www.althingi.is/lagas/nuna/1972073.html
[7] Einkaleyfastofa: http://www.els.is/einkaleyfi/almennt/
[8] Vörumerki – Lagasafn Alþingis: http://www.althingi.is/lagas/121a/1968047.html
[9] Punktar úr grein Þórdísar T. Þórarinsdóttur: http://upplysing.is/bokasafnid/23arg/thth99.html
Jón Ingvar Kjaran og Sólveig Friðriksdóttir. (2015). Upplýsingafræði. Upplýsinga- og menningarlæsi. (Þróað læsi).
Reykjavík: Höfundar.
Öllum er frjálst að nota síðuna.
Uppfært í júní 2021 |
Aðstandendur síðunnar:
Jóhanna Geirsdóttir – [email protected] Sólveig Friðriksdóttir – [email protected] |