Upplýsingalæsi og -rýni
Hugtakið upplýsingalæsi
Samkvæmt skilgreiningu Félags bandarískra bókasafna, American Library Association, ALA[1], sem kom út 1989, er sá einstaklingur upplýsingalæs sem veit hvenær upplýsinga er þörf, hversu ítarlegar þær þurfa að vera og getur fundið þær með markvissum hætti ásamt því að meta gildi þeirra og hagnýta þær. Upplýsingalæs einstaklingur fer með upplýsingar á kerfisbundinn hátt og ber skyn á hagrænar, lagalegar og samfélagslegar hliðar við nýtingu þeirra. Talað er um að upplýsingalæsi sé einn af hornsteinum símenntunar.
Til að takast á við þennan síbreytilega heim tækni, upplýsinga og samskipta, er í vaxandi mæli lögð áhersla á upplýsingalæsi. Þá þekkingu og færni sem þarf til að afla, flokka, vinna úr og miðla upplýsingum á gagnrýninn og skapandi hátt. Þessi færni er undirstaða að ævilangri símenntun. Einstaklingur, sem býr yfir slíkri færni, á að geta aflað sér af sjálfsdáðum þekkingar og upplýsinga til að viðhalda og aðlaga færni sína og kunnáttu að síbreytilegum kröfum umhverfisins.
Upplýsingalæsi er kjarni upplýsingamenntar. Leggja ber ríka áherslu á að hver nemandi verði fær um að afla upplýsinga á sjálfstæðan hátt. Nemendur læri að afla upplýsinga úr þeim miðlum sem til greina koma. Samhliða læra þeir að meta upplýsingar, vinna úr þeim á skipulegan hátt og setja niðurstöður sínar fram með hverjum þeim miðli sem hentar viðfangsefninu best.
Nauðsynlegt er að átta sig á tengslum upplýsinga og menningar en í tímans rás hefur fólk notað margvísleg form til að tjá öðrum tilfinningar sínar, hugmyndir og sýn á heiminn (sbr. upplýsingabyltingar frá fornu fari). Í þessu samhengi er nauðsynlegt að hafa í huga að meðhöndlun upplýsinga felur gjarnan í sér varðveislu, miðlun og nýsköpun menningar. Hún felur jafnframt í sér siðferðileg og félagsleg álitamál sem þarf að hafa í huga og taka afstöðu til. Upplýsingatækni og -mennt felur þannig í sér heildstæða þekkingu, færni og viðhorf til að nýta sér til gagns og yndis margslunginn samskipta- og merkingarheim manna. Upplýsingalæsi getur því verið aðferð til að læra eða vinna. Það stuðlar að sjálfstæðum vinnubrögðum og gagnrýnni hugsun og tengist menntun á öllum skólastigum.
Skipta má upplýsingatæknigreininni upp í fjóra þætti:
Tæknilæsi: Kunnátta til að nýta tækjabúnað til að afla þekkingar og miðla henni.
Tölvulæsi: Hæfni til að beita tölvu- og upplýsingatækni.
Miðlalæsi/táknvísi: Færni í notkun mismunandi miðla.
Upplýsingalæsi: Þekking og færni í að afla, flokka og vinna úr upplýsingum á gagnrýninn og
skapandi hátt.
Menningarlæsi: Hæfni til að njóta menningar og vilji til að vinna úr ýmsum þáttum hennar á
skapandi og siðrænan hátt.
[1] Vefsíða American Library Association – ALA: http://www.ala.org/
Samkvæmt skilgreiningu Félags bandarískra bókasafna, American Library Association, ALA[1], sem kom út 1989, er sá einstaklingur upplýsingalæs sem veit hvenær upplýsinga er þörf, hversu ítarlegar þær þurfa að vera og getur fundið þær með markvissum hætti ásamt því að meta gildi þeirra og hagnýta þær. Upplýsingalæs einstaklingur fer með upplýsingar á kerfisbundinn hátt og ber skyn á hagrænar, lagalegar og samfélagslegar hliðar við nýtingu þeirra. Talað er um að upplýsingalæsi sé einn af hornsteinum símenntunar.
Til að takast á við þennan síbreytilega heim tækni, upplýsinga og samskipta, er í vaxandi mæli lögð áhersla á upplýsingalæsi. Þá þekkingu og færni sem þarf til að afla, flokka, vinna úr og miðla upplýsingum á gagnrýninn og skapandi hátt. Þessi færni er undirstaða að ævilangri símenntun. Einstaklingur, sem býr yfir slíkri færni, á að geta aflað sér af sjálfsdáðum þekkingar og upplýsinga til að viðhalda og aðlaga færni sína og kunnáttu að síbreytilegum kröfum umhverfisins.
Upplýsingalæsi er kjarni upplýsingamenntar. Leggja ber ríka áherslu á að hver nemandi verði fær um að afla upplýsinga á sjálfstæðan hátt. Nemendur læri að afla upplýsinga úr þeim miðlum sem til greina koma. Samhliða læra þeir að meta upplýsingar, vinna úr þeim á skipulegan hátt og setja niðurstöður sínar fram með hverjum þeim miðli sem hentar viðfangsefninu best.
Nauðsynlegt er að átta sig á tengslum upplýsinga og menningar en í tímans rás hefur fólk notað margvísleg form til að tjá öðrum tilfinningar sínar, hugmyndir og sýn á heiminn (sbr. upplýsingabyltingar frá fornu fari). Í þessu samhengi er nauðsynlegt að hafa í huga að meðhöndlun upplýsinga felur gjarnan í sér varðveislu, miðlun og nýsköpun menningar. Hún felur jafnframt í sér siðferðileg og félagsleg álitamál sem þarf að hafa í huga og taka afstöðu til. Upplýsingatækni og -mennt felur þannig í sér heildstæða þekkingu, færni og viðhorf til að nýta sér til gagns og yndis margslunginn samskipta- og merkingarheim manna. Upplýsingalæsi getur því verið aðferð til að læra eða vinna. Það stuðlar að sjálfstæðum vinnubrögðum og gagnrýnni hugsun og tengist menntun á öllum skólastigum.
Skipta má upplýsingatæknigreininni upp í fjóra þætti:
Tæknilæsi: Kunnátta til að nýta tækjabúnað til að afla þekkingar og miðla henni.
Tölvulæsi: Hæfni til að beita tölvu- og upplýsingatækni.
Miðlalæsi/táknvísi: Færni í notkun mismunandi miðla.
Upplýsingalæsi: Þekking og færni í að afla, flokka og vinna úr upplýsingum á gagnrýninn og
skapandi hátt.
Menningarlæsi: Hæfni til að njóta menningar og vilji til að vinna úr ýmsum þáttum hennar á
skapandi og siðrænan hátt.
[1] Vefsíða American Library Association – ALA: http://www.ala.org/