Siðfræði og siðferði á netinu
Tekið saman af Jóni Ingvari Kjaran, sjá heimild neðst á síðu.
Siðfræði – siðferði
Siðferði er eitthvað sem kemur öllum við. Við sem hugsandi verur glímum við siðferðileg vandamál á hverjum degi enda má segja að mannleg samskipti, það að búa í samfélagi, geri þær kröfur til okkar að við veltum fyrir okkur réttmæti gjörða okkar. Með öðrum orðum, við veltum siðferðilegum spurningum fyrir okkur og mótumst af meðvituðum og ómeðvituðum siðferðilegum mælikvörðum eða gildum á hverjum degi. Allar ákvarðanir og athafnir en einnig athafnaleysi er þegar allt kemur til alls spurning um siðferði, þ.e. hvað er rétt og hvað er rangt.
En hvað felst í hugtakinu siðferði? Siðferðilegar spurningar snúast í grunninn um það hvað telst vera rétt og/eða rangt. Menn hafa velt þessum spurningum fyrir sér allt frá Grikkjum til forna og í flestum trúarbrögðum mannkyns er rætt um það hvað telst vera góð og slæm hegðun. Siðferði snýst því fyrst og fremst um að greina á milli þess sem telst vera gott og það sem telst vera slæmt í samskiptum manna sín á milli, við náttúruna og umhverfið. Samfélag okkar byggir á tilteknum siðferðis- og samskiptareglum og án þeirra myndu stoðir þess bresta. Við myndum upplifa siðrof, jafnvel siðleysi, þar sem engar siðferðisreglur, hvorki skráðar né óskráðar, kæmu í veg fyrir ranga hegðun.
Páll Skúlason, heimspekingur, ræðir í bók sinni Siðfræði um þrjár tegundir af gæðum eða verðmætum: í fyrsta lagi veraldleg gæði á borð við fjármuni og völd, í öðru lagi andleg gæði á borð listir, þekkingu o.fl. og í þriðja lagi siðferðisgæði. Til þeirra gæða teljast einkum hugtökin réttlæti, ást og frelsi. Ef við yfirfærum þessi þrjú hugtök upp á samfélagið til að átta okkur betur á inntaki þeirra þá getum við sagt að réttlætið eigi að tryggja réttláta skiptingu efnislegra og andlegra gæða og sanngirni í samskiptum manna. Ástin beinist meira að samskiptum einstaklinga sín á milli og brýnir fyrir okkur að koma fram við náungann af sanngirni og heiðarleika. Frelsið er svo forsenda þess að við sem einstaklingar getum notið annarra gæða og hagað okkur sem siðferðisverur. Slíkt getur þó verið erfitt og þarf þá oft að þræða hinn gullna meðalveg þegar kemur að frelsinu. Of mikið frelsi getur komið niður á öðrum þegnum samfélagsins og grafið undan sameiginlegum gildum. Of lítið frelsi getur hins vegar drepið allt frumkvæði í dróma og bundið einstaklinginn niður. En víkjum nú sögunni að hugtakinu siðfræði. Hvað felst í því?
Siðfræði er sú fræðigrein innan heimspekinngar sem skoðar og rannsakar siðferði. Varpar hún fram spurningum á borð við hvað telst vera rétt hegðun og hvað röng, hvað telst vera réttlátt samfélag og hvað ranglátt, hvað er gott og hvað er slæmt? Heimspekingurinn Páll Skúlason skilgreinir siðfræði á eftirfarandi hátt í bók sinni Siðfræði:
„Siðfræði – líkt og hvers önnur siðferðileg umhugsun – snýst um breytni manna, hugsanir og ákvarðanir og er því af sama toga og hversdagsleg umhugsun fólks um siðferði sitt og annarra. Hún greinir sig ekki frá annarri siðferðilegri umhugsun nema að því leyti sem hún er fræðileg og leitast við að skýra viðfangsefni sitt á grunni þekkingar, raka og kenninga á samkvæman og skipulegan hátt.“ (Páll Skúlason 1990:52)
Í ofangreindri efnisgrein gerir Páll annars vegar grein fyrir hversdagslegri siðfræði eða siðferðilegum umhugsunum fólks og hins vegar siðfræðinni sem fræðigrein. Siðfræði sem fræðigrein reynir að útskýra rætur siðferðisins á skipulegan hátt. Viðfangsefnið er siðferði okkar, skilningur á því og hvernig samfélag okkar er mótað af siðferðilegum gildum og reglum. Má skipta siðfræðinni sem fræðigrein upp í nokkrar undirgreinar, m.a. hagnýta siðfræði, lýsandi siðfræði, kenningarlega siðfræði o.fl. Innan þessara undirgreina eru ólíkar áherslur, stefnur og straumar. Hér verður ekki farið frekar út í almenna umfjöllun á siðfræðinni sem fræðigrein, heldur verður þess í stað fjallað um eina af undirgreinum (hliðargreinum) siðfræðinnar, þ.e. upplýsinga- og tölvusiðfræði.
Upplýsinga- og tölvusiðfræði
Tölvusiðfræði telst til hagnýtrar heimspeki og er frekar ný fræðigrein innan heimspeki og siðfræði. Viðfangsefni hennar er að skoða hegðun og ákvarðanir þeirra sem starfa og vinna með tölvur. Tölvusiðfræði er í dag kennd við margar háskólastofnanir erlendis og er í mörgum tilvikum hluti af skyldunámi tölvunar- og kerfisfræðinga. Hugtök og fræðilegur grunnur tölvusiðfræði byggir á upplýsingasiðfræði sem er undirgrein siðfræðinnar, en sú undirgrein var þróuð af ítalska siðfræðingnum Luciano Floridi.[1]
Til að leysa siðfræðileg vandamál í tengslum við tölvur og tölvunotkun þá hefur fræðimaðurinn Thabang Moselane hannað ákveðna aðferð. Byggir hún á því að skilgreina siðferðisvandann, safna saman gögnum og setja fram mögulegar lausnir á vandanum/ vandamálinu. Að lokum eru tilteknar leiðir valdar en það val byggir á siðferði hvers tíma og samfélags.
Viðfangsefni tölvusiðfræðinnar snýst um fjölda spurninga/vandamála sem tengjast siðferði á netinu og í tengslum við tölvur og tölvunotkun almennt. Hér má t.d. nefna athöfnina að „hakka“ og siðferðilegar spurningar í tengslum við það athæfi[2].
Tölvusiðfræðingar hafa komið með rök bæði með og á móti hvers kyns „hakki“. Einnig hafa þeir velt fyrir sér vistun upplýsinga/gagna og hvernig hægt er að tryggja öryggi þeirra og móta reglur um hver eigi að hafa aðgang að slíkum gögnum. Hér mætti hugsa sér gagnasöfn sjúkrahúsa eða heilbrigðisþjónustunnar. Er það siðferðilega rétt að hafa einn miðstýrðan gagnagrunn og hvernig ætti að stýra aðgengi lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna honum? Hver þarf að vita hvað og hvaða hættur geta skapast gagnvart sjúklingum og aðstandendum þeirra þegar mikið af viðkvæmum gögnum eru vistuð á einum stað? Þetta eru allt spurningar sem tölvusiðfræðingar þurfa að glíma við þegar tölvukerfi og gagnagrunnar eru hannaðir fyrir fyrirtæki og stofnanir. Hér er vert að skoða vefsíðu Íslendingabókar[3]. Vefsíðan leyfir notendum að leita að ættingjum eftir að þeir hafa skráð sig og fengið sent lykilorð. Ekki er hægt að fá upplýsingar um aðra en sína eigin ættingja. Þetta er gert til að gæta persónu þeirra einstaklinga sem eru skráðir í gagnagrunninn.[4]
Önnur viðfangsefni sem tölvusiðfræðin fæst við er höfundarréttur á hugbúnaði, einkum í ljósi þess að til eru gagnamiðlunarforrit (e. file sharing) sem gerir okkur kleift að hlaða niður hugbúnaði án endurgjalds. Spurningar um hvort slík „sjóræningjastarfsemi“ sé ólögleg eða hvort hægt sé að réttlæta slíkt undir vissum kringumstæðum falla að viðfangsefni tölvusiðfræðinnar. Einnig mætti hér bæta við réttmæti þess og siðferðilegum spurningum um hvort að eitt fyrirtæki skuli fá að hafa yfirburðastöðu á markaði þegar kemur að hugbúnaði.
Hvaða siðferðilegur kröfur þarf að gera til fyrirtækis sem er með slíka markaðsstöðu og hvaða reglum þarf það að laga sig að? Er það til dæmis réttlætanlegt að í krafti stærðar og markaðsstöðu geti slíkt fyrirtæki mótað alla tölvunotkun okkar og aðgengi að mikilvægum hugbúnaði? Hvaða siðferðilegu skuldbindingar þurfa slík fyrirtæki að hafa í huga? Í þessu samhengi má minnast á ýmiss konar opinn hugbúnað sem er hægt er að hlaða niður sér að kostnaðarlausu og þannig náð að draga úr algjörri einokun sumra fyrirtækja.
Tölvusiðfræði hefur einnig fengist við að skoða og meta ýmiss konar hegðun einstaklinga, góða og slæma, á netinu. Þess háttar siðfræðileg athugun hefur einnig verið nefnd netsiðfræði (e. Internet ethics/Cyberethics). Áhugi tölvusiðfræðinnar á netnotkun og hegðun okkar á netinu má rekja til þess að netið er mjög fjölbreytilegur vettvangur, sem hægt er að nýta sér í ýmiss konar tilgangi, góðum og slæmum. Má hér nefna dæmi um fyrirtæki eða einstaklinga sem reyna að koma óæskilegum upplýsingum á framfæri í gegnum netið eða reyna að blekkja aðra með aðstoð þess, m.a. í þeim tilgangi að fá hjá þeim persónulegar upplýsingar. Netið er svo áhrifamikill og öflugur miðill að auðvelt er að misnota hann. Auðveldlega er hægt að breyta staðreyndum og villa á sér heimildir, þykjast vera einhver annar en maður er. Dæmi eru um að glæpahringir hafi náð að stela milljónum af einstaklingum með aðstoð netsins. Varast ber því hvers konar gylliboð á netinu og þau sem við fáum send í gegnum póst eða samskiptamiðla.
Tölvusiðfræðingar reyna því að meta hvað telst vera góð eða réttmæt hegðun á netinu og hvað slæm og siðlaus. Til dæmis hafa siðfræðingar velt fyrir sér ýmsum neikvæðum hliðum netins, á borð við útbreiðslu barnakláms (sjá nánar á vefsíðu lögreglunnar um barnaklám, ofsóknir á hendur öðum einstaklingum og ósiðlega markaðssetningu). Einnig er vert að velta fyrir sér hvaða gildi netsamfélagið vill standa vörð um og miðla í gegnum netið. Á hvaða siðferðilega grunni viljum við að samfélagið á netinu byggi hegðun sína á? Þetta eru allt saman verðug verkefni tölvusiðfræðinnar.
Vefhönnuðir í dag byggja vinnu sína í auknum mæli á aðferðum og hugmyndum tölvusiðfræðinnar, jafnt meðvitað sem ómeðvitað. Vefsíður ættu að endurspegla þau siðferðilegu gildi sem fyrirtæki eða stofnanir standa fyrir. Vefsíðan er með öðrum orðum andlit fyrirtækis og stofnunar út á við og því mikilvægt að hún sé í samræmi við starfsemi fyrirtækisins/stofnunarinnar og þau gildi sem hún telur sig standa fyrir. Til dæmis mætti velta því fyrir sér hvort að það væri réttlætanlegt að stofnanir á sviði menntunar og uppeldis leyfi auglýsingar frá óskyldum fyrirtækjum á heimasíðu sinni. Hugsanlega væru gildi auglýsingarinnar og þess fyrirtækis sem stendur að baki henni önnur en þau sem stofnunin sjálf stendur fyrir. Þar með væri komið upp siðferðilegt vandamál sem þyrfti að leysa þannig að boðskapur vefsíðu og gildi stofnunar/fyrirtækis færu saman.
Oft hafa heyrst raddir um að netið sé lýðræðislegur vettvangur og muni auka lýðræðið í heiminum. En er það raunin? Að mati margra fræðimanna hefur netið bætt aðgang okkar að upplýsingum og stuðlað að aukinni félagslegri vitund og þar með að útbreiðslu lýðræðislegra hugmynda. Hins vegar hafa ekki nærri allir jarðarbúar aðgang að netinu. Enn fremur halda ríki á borð við Kína uppi ritskoðun þar og fá þar af leiðandi kínverskir ríkisborgarar ekki fullan að gang að þeim upplýsingum/gögnum sem netið hefur upp á að bjóða.
Margir tölvusiðfræðingar hafa af þeim sökum dregið fullyrðinguna í efa um að netið sé í raun lýðræðislegur vettvangur þar sem það virðist vera auðvelt að ritskoða það sem birtist á netinu. Einnig má í þessu sambandi velta fyrir sér hvað átt er við með hugtakinu lýðræði og „systur“ þess, tjáningarfrelsinu. Þýðir það að við getum sagt hvað sem er á netinu og haldið fram hvaða skoðun sem er? Eða ættu opinberar stofnanir að stunda, eins og gerðist og gengur í Kína, ritskoðun til að koma í veg fyrir að einstaklingar brjóti ekki tiltekin siðferðileg gildi eða reglur samfélagsins? Hvað fyrrnefnda atriðið varðar þá eru flestir tölvusiðfræðingar á því að einstaklingar þurfi að gæta að því hvað þeir segja og gera á netinu. Síðarnefnda atriðið er umdeilanlegt og eru sumir siðfræðingar á því að ritskoða eigi sumt efni undir vissum kringumstæðum, t.d. efni sem beint er að börnum og unglingum. Fæstir þeirra hvetja þó til almennrar ritskoðunar enda brýtur það gegn grundvallarreglu netsins, þ.e. frelsi og margbreytileiki.
Að mati tölvusiðfræðinga er besta vörnin eða „ritskoðunin“ að kenna fólki góðar samskiptareglur á netinu og gera það ábyrgt fyrir eigin gjörðum og meðvitaðra um þær siðareglur sem ber að virða. Hér er það því markmiðið að höfða til siðferðisvitundar einstaklinga og setja fram skýrar siðareglur á netinu frekar en að ritskoða efni netsins og banna tilteknar vefsíður. Sjá nánar um netheilræði (PDF skjal) á síðunni hjá Saft.is.
[1] Luciano Floridi: http://www.philosophyofinformation.net/
[2] Um hakkara: http://www.mbl.is/mm/frettir/taekni/2010/02/14/halda_afram_ad_hakka_astrali/
[3] Íslendingabók: http://www.islendingabok.is/
[4] Persónuvernd: http://www.personuvernd.is/
Jón Ingvar Kjaran og Sólveig Friðriksdóttir. (2015). Upplýsingafræði. Upplýsinga- og menningarlæsi. (Þróað læsi).
Reykjavík: Höfundar.
Siðfræði – siðferði
Siðferði er eitthvað sem kemur öllum við. Við sem hugsandi verur glímum við siðferðileg vandamál á hverjum degi enda má segja að mannleg samskipti, það að búa í samfélagi, geri þær kröfur til okkar að við veltum fyrir okkur réttmæti gjörða okkar. Með öðrum orðum, við veltum siðferðilegum spurningum fyrir okkur og mótumst af meðvituðum og ómeðvituðum siðferðilegum mælikvörðum eða gildum á hverjum degi. Allar ákvarðanir og athafnir en einnig athafnaleysi er þegar allt kemur til alls spurning um siðferði, þ.e. hvað er rétt og hvað er rangt.
En hvað felst í hugtakinu siðferði? Siðferðilegar spurningar snúast í grunninn um það hvað telst vera rétt og/eða rangt. Menn hafa velt þessum spurningum fyrir sér allt frá Grikkjum til forna og í flestum trúarbrögðum mannkyns er rætt um það hvað telst vera góð og slæm hegðun. Siðferði snýst því fyrst og fremst um að greina á milli þess sem telst vera gott og það sem telst vera slæmt í samskiptum manna sín á milli, við náttúruna og umhverfið. Samfélag okkar byggir á tilteknum siðferðis- og samskiptareglum og án þeirra myndu stoðir þess bresta. Við myndum upplifa siðrof, jafnvel siðleysi, þar sem engar siðferðisreglur, hvorki skráðar né óskráðar, kæmu í veg fyrir ranga hegðun.
Páll Skúlason, heimspekingur, ræðir í bók sinni Siðfræði um þrjár tegundir af gæðum eða verðmætum: í fyrsta lagi veraldleg gæði á borð við fjármuni og völd, í öðru lagi andleg gæði á borð listir, þekkingu o.fl. og í þriðja lagi siðferðisgæði. Til þeirra gæða teljast einkum hugtökin réttlæti, ást og frelsi. Ef við yfirfærum þessi þrjú hugtök upp á samfélagið til að átta okkur betur á inntaki þeirra þá getum við sagt að réttlætið eigi að tryggja réttláta skiptingu efnislegra og andlegra gæða og sanngirni í samskiptum manna. Ástin beinist meira að samskiptum einstaklinga sín á milli og brýnir fyrir okkur að koma fram við náungann af sanngirni og heiðarleika. Frelsið er svo forsenda þess að við sem einstaklingar getum notið annarra gæða og hagað okkur sem siðferðisverur. Slíkt getur þó verið erfitt og þarf þá oft að þræða hinn gullna meðalveg þegar kemur að frelsinu. Of mikið frelsi getur komið niður á öðrum þegnum samfélagsins og grafið undan sameiginlegum gildum. Of lítið frelsi getur hins vegar drepið allt frumkvæði í dróma og bundið einstaklinginn niður. En víkjum nú sögunni að hugtakinu siðfræði. Hvað felst í því?
Siðfræði er sú fræðigrein innan heimspekinngar sem skoðar og rannsakar siðferði. Varpar hún fram spurningum á borð við hvað telst vera rétt hegðun og hvað röng, hvað telst vera réttlátt samfélag og hvað ranglátt, hvað er gott og hvað er slæmt? Heimspekingurinn Páll Skúlason skilgreinir siðfræði á eftirfarandi hátt í bók sinni Siðfræði:
„Siðfræði – líkt og hvers önnur siðferðileg umhugsun – snýst um breytni manna, hugsanir og ákvarðanir og er því af sama toga og hversdagsleg umhugsun fólks um siðferði sitt og annarra. Hún greinir sig ekki frá annarri siðferðilegri umhugsun nema að því leyti sem hún er fræðileg og leitast við að skýra viðfangsefni sitt á grunni þekkingar, raka og kenninga á samkvæman og skipulegan hátt.“ (Páll Skúlason 1990:52)
Í ofangreindri efnisgrein gerir Páll annars vegar grein fyrir hversdagslegri siðfræði eða siðferðilegum umhugsunum fólks og hins vegar siðfræðinni sem fræðigrein. Siðfræði sem fræðigrein reynir að útskýra rætur siðferðisins á skipulegan hátt. Viðfangsefnið er siðferði okkar, skilningur á því og hvernig samfélag okkar er mótað af siðferðilegum gildum og reglum. Má skipta siðfræðinni sem fræðigrein upp í nokkrar undirgreinar, m.a. hagnýta siðfræði, lýsandi siðfræði, kenningarlega siðfræði o.fl. Innan þessara undirgreina eru ólíkar áherslur, stefnur og straumar. Hér verður ekki farið frekar út í almenna umfjöllun á siðfræðinni sem fræðigrein, heldur verður þess í stað fjallað um eina af undirgreinum (hliðargreinum) siðfræðinnar, þ.e. upplýsinga- og tölvusiðfræði.
Upplýsinga- og tölvusiðfræði
Tölvusiðfræði telst til hagnýtrar heimspeki og er frekar ný fræðigrein innan heimspeki og siðfræði. Viðfangsefni hennar er að skoða hegðun og ákvarðanir þeirra sem starfa og vinna með tölvur. Tölvusiðfræði er í dag kennd við margar háskólastofnanir erlendis og er í mörgum tilvikum hluti af skyldunámi tölvunar- og kerfisfræðinga. Hugtök og fræðilegur grunnur tölvusiðfræði byggir á upplýsingasiðfræði sem er undirgrein siðfræðinnar, en sú undirgrein var þróuð af ítalska siðfræðingnum Luciano Floridi.[1]
Til að leysa siðfræðileg vandamál í tengslum við tölvur og tölvunotkun þá hefur fræðimaðurinn Thabang Moselane hannað ákveðna aðferð. Byggir hún á því að skilgreina siðferðisvandann, safna saman gögnum og setja fram mögulegar lausnir á vandanum/ vandamálinu. Að lokum eru tilteknar leiðir valdar en það val byggir á siðferði hvers tíma og samfélags.
Viðfangsefni tölvusiðfræðinnar snýst um fjölda spurninga/vandamála sem tengjast siðferði á netinu og í tengslum við tölvur og tölvunotkun almennt. Hér má t.d. nefna athöfnina að „hakka“ og siðferðilegar spurningar í tengslum við það athæfi[2].
Tölvusiðfræðingar hafa komið með rök bæði með og á móti hvers kyns „hakki“. Einnig hafa þeir velt fyrir sér vistun upplýsinga/gagna og hvernig hægt er að tryggja öryggi þeirra og móta reglur um hver eigi að hafa aðgang að slíkum gögnum. Hér mætti hugsa sér gagnasöfn sjúkrahúsa eða heilbrigðisþjónustunnar. Er það siðferðilega rétt að hafa einn miðstýrðan gagnagrunn og hvernig ætti að stýra aðgengi lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna honum? Hver þarf að vita hvað og hvaða hættur geta skapast gagnvart sjúklingum og aðstandendum þeirra þegar mikið af viðkvæmum gögnum eru vistuð á einum stað? Þetta eru allt spurningar sem tölvusiðfræðingar þurfa að glíma við þegar tölvukerfi og gagnagrunnar eru hannaðir fyrir fyrirtæki og stofnanir. Hér er vert að skoða vefsíðu Íslendingabókar[3]. Vefsíðan leyfir notendum að leita að ættingjum eftir að þeir hafa skráð sig og fengið sent lykilorð. Ekki er hægt að fá upplýsingar um aðra en sína eigin ættingja. Þetta er gert til að gæta persónu þeirra einstaklinga sem eru skráðir í gagnagrunninn.[4]
Önnur viðfangsefni sem tölvusiðfræðin fæst við er höfundarréttur á hugbúnaði, einkum í ljósi þess að til eru gagnamiðlunarforrit (e. file sharing) sem gerir okkur kleift að hlaða niður hugbúnaði án endurgjalds. Spurningar um hvort slík „sjóræningjastarfsemi“ sé ólögleg eða hvort hægt sé að réttlæta slíkt undir vissum kringumstæðum falla að viðfangsefni tölvusiðfræðinnar. Einnig mætti hér bæta við réttmæti þess og siðferðilegum spurningum um hvort að eitt fyrirtæki skuli fá að hafa yfirburðastöðu á markaði þegar kemur að hugbúnaði.
Hvaða siðferðilegur kröfur þarf að gera til fyrirtækis sem er með slíka markaðsstöðu og hvaða reglum þarf það að laga sig að? Er það til dæmis réttlætanlegt að í krafti stærðar og markaðsstöðu geti slíkt fyrirtæki mótað alla tölvunotkun okkar og aðgengi að mikilvægum hugbúnaði? Hvaða siðferðilegu skuldbindingar þurfa slík fyrirtæki að hafa í huga? Í þessu samhengi má minnast á ýmiss konar opinn hugbúnað sem er hægt er að hlaða niður sér að kostnaðarlausu og þannig náð að draga úr algjörri einokun sumra fyrirtækja.
Tölvusiðfræði hefur einnig fengist við að skoða og meta ýmiss konar hegðun einstaklinga, góða og slæma, á netinu. Þess háttar siðfræðileg athugun hefur einnig verið nefnd netsiðfræði (e. Internet ethics/Cyberethics). Áhugi tölvusiðfræðinnar á netnotkun og hegðun okkar á netinu má rekja til þess að netið er mjög fjölbreytilegur vettvangur, sem hægt er að nýta sér í ýmiss konar tilgangi, góðum og slæmum. Má hér nefna dæmi um fyrirtæki eða einstaklinga sem reyna að koma óæskilegum upplýsingum á framfæri í gegnum netið eða reyna að blekkja aðra með aðstoð þess, m.a. í þeim tilgangi að fá hjá þeim persónulegar upplýsingar. Netið er svo áhrifamikill og öflugur miðill að auðvelt er að misnota hann. Auðveldlega er hægt að breyta staðreyndum og villa á sér heimildir, þykjast vera einhver annar en maður er. Dæmi eru um að glæpahringir hafi náð að stela milljónum af einstaklingum með aðstoð netsins. Varast ber því hvers konar gylliboð á netinu og þau sem við fáum send í gegnum póst eða samskiptamiðla.
Tölvusiðfræðingar reyna því að meta hvað telst vera góð eða réttmæt hegðun á netinu og hvað slæm og siðlaus. Til dæmis hafa siðfræðingar velt fyrir sér ýmsum neikvæðum hliðum netins, á borð við útbreiðslu barnakláms (sjá nánar á vefsíðu lögreglunnar um barnaklám, ofsóknir á hendur öðum einstaklingum og ósiðlega markaðssetningu). Einnig er vert að velta fyrir sér hvaða gildi netsamfélagið vill standa vörð um og miðla í gegnum netið. Á hvaða siðferðilega grunni viljum við að samfélagið á netinu byggi hegðun sína á? Þetta eru allt saman verðug verkefni tölvusiðfræðinnar.
Vefhönnuðir í dag byggja vinnu sína í auknum mæli á aðferðum og hugmyndum tölvusiðfræðinnar, jafnt meðvitað sem ómeðvitað. Vefsíður ættu að endurspegla þau siðferðilegu gildi sem fyrirtæki eða stofnanir standa fyrir. Vefsíðan er með öðrum orðum andlit fyrirtækis og stofnunar út á við og því mikilvægt að hún sé í samræmi við starfsemi fyrirtækisins/stofnunarinnar og þau gildi sem hún telur sig standa fyrir. Til dæmis mætti velta því fyrir sér hvort að það væri réttlætanlegt að stofnanir á sviði menntunar og uppeldis leyfi auglýsingar frá óskyldum fyrirtækjum á heimasíðu sinni. Hugsanlega væru gildi auglýsingarinnar og þess fyrirtækis sem stendur að baki henni önnur en þau sem stofnunin sjálf stendur fyrir. Þar með væri komið upp siðferðilegt vandamál sem þyrfti að leysa þannig að boðskapur vefsíðu og gildi stofnunar/fyrirtækis færu saman.
Oft hafa heyrst raddir um að netið sé lýðræðislegur vettvangur og muni auka lýðræðið í heiminum. En er það raunin? Að mati margra fræðimanna hefur netið bætt aðgang okkar að upplýsingum og stuðlað að aukinni félagslegri vitund og þar með að útbreiðslu lýðræðislegra hugmynda. Hins vegar hafa ekki nærri allir jarðarbúar aðgang að netinu. Enn fremur halda ríki á borð við Kína uppi ritskoðun þar og fá þar af leiðandi kínverskir ríkisborgarar ekki fullan að gang að þeim upplýsingum/gögnum sem netið hefur upp á að bjóða.
Margir tölvusiðfræðingar hafa af þeim sökum dregið fullyrðinguna í efa um að netið sé í raun lýðræðislegur vettvangur þar sem það virðist vera auðvelt að ritskoða það sem birtist á netinu. Einnig má í þessu sambandi velta fyrir sér hvað átt er við með hugtakinu lýðræði og „systur“ þess, tjáningarfrelsinu. Þýðir það að við getum sagt hvað sem er á netinu og haldið fram hvaða skoðun sem er? Eða ættu opinberar stofnanir að stunda, eins og gerðist og gengur í Kína, ritskoðun til að koma í veg fyrir að einstaklingar brjóti ekki tiltekin siðferðileg gildi eða reglur samfélagsins? Hvað fyrrnefnda atriðið varðar þá eru flestir tölvusiðfræðingar á því að einstaklingar þurfi að gæta að því hvað þeir segja og gera á netinu. Síðarnefnda atriðið er umdeilanlegt og eru sumir siðfræðingar á því að ritskoða eigi sumt efni undir vissum kringumstæðum, t.d. efni sem beint er að börnum og unglingum. Fæstir þeirra hvetja þó til almennrar ritskoðunar enda brýtur það gegn grundvallarreglu netsins, þ.e. frelsi og margbreytileiki.
Að mati tölvusiðfræðinga er besta vörnin eða „ritskoðunin“ að kenna fólki góðar samskiptareglur á netinu og gera það ábyrgt fyrir eigin gjörðum og meðvitaðra um þær siðareglur sem ber að virða. Hér er það því markmiðið að höfða til siðferðisvitundar einstaklinga og setja fram skýrar siðareglur á netinu frekar en að ritskoða efni netsins og banna tilteknar vefsíður. Sjá nánar um netheilræði (PDF skjal) á síðunni hjá Saft.is.
[1] Luciano Floridi: http://www.philosophyofinformation.net/
[2] Um hakkara: http://www.mbl.is/mm/frettir/taekni/2010/02/14/halda_afram_ad_hakka_astrali/
[3] Íslendingabók: http://www.islendingabok.is/
[4] Persónuvernd: http://www.personuvernd.is/
Jón Ingvar Kjaran og Sólveig Friðriksdóttir. (2015). Upplýsingafræði. Upplýsinga- og menningarlæsi. (Þróað læsi).
Reykjavík: Höfundar.
Öllum er frjálst að nota síðuna.
Uppfært í ágúst 2021 |
Aðstandendur síðunnar:
Jóhanna Geirsdóttir – [email protected] Sólveig Friðriksdóttir – [email protected] |